Íþróttasalnum í Kaplakrika


Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 06:10

 

 

Áskriftarskilmálar

Skilmálar þessir gilda fyrir áskrift að Metabolic(s) námskeiði hjá Jarpkollum ehf.

Uppsagnarfrestur ótímabundinna áskriftarsamninga er einn mánuður og uppsögn skal miðast við mánaðamót. Tímabundnir áskriftarsamningar skulu vera óuppsegjanlegir á samningstímanum.  Áskrift er bindandi þar til henni er sagt upp með símtali, tölvupósti, skriflega eða á annan sannanlegan hátt.

Stöðvi áskrifandi áskrift tímabundið eða hættir til lengri tíma áskilja Jarpkollar ehf sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við viðkomandi í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst,  í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga nr. 77/2000 og fjarskiptalaga nr. 81/2003. Með því að gerast áskrifandi og undirgangast þannig þessa áskriftarskilmála óskar áskrifandi eftir  slíkum markaðssamskiptum og heimilar (Jarpkollum ehf.) þau þrátt fyrir ákvæði framangreindra laga. Áskrifanda er heimilt að afþakka slík markaðssamskipti með sama hætti og áskrift er sagt upp.

Áskriftargjald hvers mánaðar er greitt fyrirfram samkvæmt þeirri verðskrá sem er í gildi hverju sinni hjá Jarpkollum ehf. Gjalddagi áskriftargjalds er 1. dagur þessa  mánaðar og eindagi 15 dögum síðar. Hafi áskrift ekki verið greidd mánuði eftir útgáfu reiknings stöðvast áskrift sjálfkrafa allt þar til áskriftarskuld er að fullu greidd. Ef áskrifandi greiðir ekki skuld á gjalddaga áskilja Jarpkollar ehf. sér rétt til að setja skuldina í innheimtu án frekari fyrirvara með tilheyrandi kostnaði.

Jarpkollar ehf. áskilja sér rétt til verðbreytinga á áskriftargjaldi án fyrirvara, en þó þannig að verðbreyting verði tilkynnt með tölvupósti, símtali eða munnlegri tilkynningu á námskeiðinu.

Áskrifanda ber að tilkynna til Jarpkolla ehf. allar breytingar á áskriftarupplýsingum er hann varða, s.s. heimilisfangi, aðgengi eða öðrum upplýsingum sem mikilvægar eru.

Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega með greiðslukorti að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi ber honum að tilkynna slíkar breytingar til Jarpkolla ehf. eigi síðar en 13. dag úttektarmánaðar.

Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega með greiðslukorti að gera breytingar á áskrift, hvort heldur er varðandi samsetningu áskriftar sem greitt er fyrir eða greiðslumáta áskriftargjaldsins, ber honum að tilkynna slíkar breytingar til Jarpkolla ehf. Tilkynning skal berast eigi síðar en 13. dag þessa mánaðar á undan þeim mánuði sem breytingunum er ætlað að taka gildi.

Jarpkollar ehf. áskilja sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á heimasíðu félagsins sem nú er á netslóðinni www.grani.is. Kynnt skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifanda til þess að segja samningi upp án frekari fyrirvara vegna breytinganna.

Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er Jarpkollum ehf. heimilt, án fyrirvara, að loka fyrir aðgengi hans að námskeiðum og krefjast greiðslu skaðabóta skv. almennum reglum íslensks skaðabótaréttar.

Það skal ekki teljast vanefnd Jarpkolla ehf. á áskriftarskilmálum ef fyrirtækinu er ókleift að efna skuldbindingar sínar vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna, “Force Majeure”,  er varða t.d. veður (s), náttúruhamfara, tjóns á húsnæði eða verkföllum starfsmanna.

Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 1. október 2014.

Ágreiningsmál vegna þessara skilmála skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Viltu vita meira?

Hafðu samband

Sími: 862-8595

 

Sendu okkur línu

 

 

Skrá mig í

Metabolic í Hafnarfirði

Með því að versla á þessari síðu samþykkir þú skilmála okkar

 

Um þjálfarann

Jónas Grani Garðarsson

MENNTUN

B.Sc í sjúkraþjálfun frá HÍ 1998
Nálastungunámskeið hjá Magnúsi Ólasyni
Námskeið í MTT þjálfun
Námskeið í liðlosun hjá Bernt Erson, háls og brjóstbak.
Manual therapy HVLAT námskeið hjá James Dunning
Greining og leiðrétting truflana í háls og brjósthrygg – dr. Harpa Helgadóttir
Námskeið í Kinesioteipingum
ÍAK íþróttaþjálfari vor 2011
Rehab trainer, Essentials og Masterclass
Hámarksnýting æfinga, Helgi Jónas Guðfinnsson

STARFSFERILL

Sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands síðan í desember 2008.
Sjúkraþjálfari hjá mfl. kk. FH í knattspyrnu síðan í nóvember 2010.
Metabolic þjálfari, Metabolic Hafnarfirði síðan í September 2013.
Metabolic námskeið hjá Samskipum vor- og haustönn 2014
Sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands febrúar 2000 til febrúar 2005 og aftur frá desember 2008.
Sjúkraþjálfari á MT-stofunni júní 1998 til janúar 2000.
Sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði sept. 1998 til maí 1999.
Göngugreining hjá Össuri og síðar Flexor, frá nóvember 2004 – desember 2008.
Göngugreining hjá Heilsulandi 2008 – 2011
Sjúkraþjálfari hjá kvennaliði Vals í handknattleik haustið 2000 til vors 2002. Sjúkraþjálfari hjá mfl. kk. FH liðs karla í handknattleik sept 2001 til maí 2005.

Þjálfarabúðir Keilis:

Eric Cressey; Þjálfun á meðan endurhæfingu stendur
Nick Tumminello; Stöðugleikaþjálfun og dýnamísk upphitun
David Jack; Kraftur, hraði og menning í þjálfun. Þjálfun frá góðum í bestann.
Michael Boyle; Starfræn þjálfun
dr Chris Mohr; Næring til árangurs
Lee Taft; Uppbygging æfingakerfa og Ólympískar lyftingar
Charles Staley; Ólympískar lyftingar

 

 

grani_web_3

Hvað gerum við á Metabolic námskeiði?

 

 


Skrá mig núna!

 

Hvað er

Metabolic

Metabolic er æfingakerfi, kennt í formi hópþrektíma, fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í góðu formi eða sem byrjendur; þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Í Metabolickerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun. Allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri lágmarks meiðslahættu og sem mestu en miklu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í Álagið í æfingunum gengur í fjögurra vikna ákefðarbylgjum og við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en hvílist líka reglulega því líkaminn þarf á því að halda. Í dag eru til yfir 100 mismunandi Metabolictímar þannig að þú getur verið nokkuð viss um að þú fáir ekki leið á þessu.


Skrá mig núna!

Harðsperrur dagsins

Eru styrkur morgundagsins

 

Tíminn til að byrja er núna !

Tímar og

Staðsetning

Íþróttasalurinn í Kaplakrika

Metabolic tímar

  • Mánudagsmorgnar kl. 06:10
  • Miðvikudagsmorgnar kl. 06:10
  • Föstudagsmorgnar kl. 06:10

Sími: 862-8595

Email: grani@grani.is

Viltu prófa

Skráðu þig í frían prufutíma